16.9.2009 | 15:19
Traust á Lífeyrissjóðum
Ég hef hugsað mér að taka út allann min lífeyrissparnað og geyma hann sjálf þar sem augljóst er að þeir atvinnurekendur sem stjórna innann sjóðanna eru endalaust að sóa mínum peningum í áhættu fjárfestingar og eru þar að auki að borga sér ofurlaun sem ég get ekki sætt mig við, þetta eru peningar sem ætlast er til að ég lifi á í ellinni en ég hef ekki hugsað mér að lifa svo lengi að mér nýtist þeir, því vil ég fá þessa peninga núna til að geta lifað eðlilegu lífi án þess að svelta tvær síðustu vikurnar í mánuðinum og getað veitt sonum mínum það sem þeim vantar, svo sem íþróttaskó, klippingu eða bara nesti í skólann, svo er nú sonarsonurinn hann hefur enn ekki fengið velkominn í heiminn gjöf frá ömmu sinni, né heldur skírnargjöf.
Ég get ekki skilið þörfina á mínum peningum fyrir þessa ræningjastjórnendur, hvaða rétt hafa þér til að eyða mínum peningum?
Ég sætti mig ekki lengur við svona ánýðslu af hálfu starfsmanna minna og vildi helst fá að reka þá, en það má ég víst ekki, því spyr ég aftur, HVER GAF ÞEIM RÉTTINN TIL AÐ STELA MÍNUM PENINGUM.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.